Hoppa yfir valmynd
6. desember 2016 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Skýrsla um störf Velferðarvaktarinnar árin 2014-2016

Velferðarvaktin hefur skilað félags- og húsnæðisráðherra meðfylgjandi stöðuskýrslu þar sem fjallað er um starfsemi vaktarinnar á árunum 2014–2016.

Velferðarvaktin var sett á laggirnar í febrúar 2009 í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Upphaflega var henni ætlað að fylgjast með félagslegum jafnt sem fjárhagslegum afleiðingum efnahagshrunsins á fjölskyldur og heimili í landinu, meta aðgerðir sem gripið hafði verið til og leggja fram tillögur til úrbóta. Í þeirri mynd starfaði Velferðarvaktin fram til vorsins 2014, en hún skilaði af sér lokaskýrslu í desember 2013. Í lokaskýrslunni voru settar fram tillögur um framhald Velferðarvaktarinnar þar sem lagt var til að hún starfaði áfram en yrði endurskipuð og var það gert.

Velferðarvaktin sem tók við af þeirri eldri hélt sinn fyrsta fund á miðju ári 2014. Í skipunarbréfi vaktarinnar segir að hún skuli huga „að velferð og afkomu efnalítilla barnafjölskyldna, sérstaklega einstæðra foreldra og barna þeirra og afla upplýsinga um aðstæður þeirra sem búa við sára fátækt svo draga megi úr henni“.

Á þessum grundvelli hefur velferðarvaktin starfað og í meðfylgjandi skýrslu eru fjallað stuttlega um helstu verkefni, tillögur og ábendingar Velferðarvaktarinnar á árunum 2014–2016.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta