Starfshópur skoðar skattalegt umhverfi orkuvinnslu
Starfshópurinn skal afla upplýsinga og gagna um úrlausnarefnið ásamt því að skoða þau atriði sem fram koma í stöðuskýrslu starfshóps um málefni vindorku sem skilað var til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í apríl.
Starfshópinn skipa:
- Hilmar Gunnlaugsson, skipaður af fjármála- og efnahagsráðuneyti, formaður
- Kristín Haraldsdóttir skipuð af fjármála- og efnahagsráðuneyti
- Erla Sigríður Gestsdóttir, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
- Daníel Svavarsson, forsætisráðuneyti
- Árni Sverrir Hafsteinsson, innviðaráðuneyti
Gert er ráð fyrir að hópurinn skili tillögum sínum og eftir atvikum drögum að breytingum á löggjöf til ráðherra eigi síðar en 31. október 2023.