Hoppa yfir valmynd
7. júní 2023 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Starfshópur skoðar skattalegt umhverfi orkuvinnslu

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að hefja skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu. Markmiðið er að skapa nýja skattalega umgjörð fyrir vinnsluna og kanna leiðir til að ávinningur vegna auðlindanýtingar, þ.m.t. vegna orkuframleiðslu, skili sér í ríkari mæli til nærsamfélaga og þeirra aðila sem fyrir áhrifum verða.

Starfshópurinn skal afla upplýsinga og gagna um úrlausnarefnið ásamt því að skoða þau atriði sem fram koma í stöðuskýrslu starfshóps um málefni vindorku sem skilað var til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í apríl.

Starfshópinn skipa:

  • Hilmar Gunnlaugsson, skipaður af fjármála- og efnahagsráðuneyti, formaður 
  • Kristín Haraldsdóttir skipuð af fjármála- og efnahagsráðuneyti
  • Erla Sigríður Gestsdóttir, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
  • Daníel Svavarsson, forsætisráðuneyti
  • Árni Sverrir Hafsteinsson, innviðaráðuneyti


Gert er ráð fyrir að hópurinn skili tillögum sínum og eftir atvikum drögum að breytingum á löggjöf til ráðherra eigi síðar en 31. október 2023.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta