Hoppa yfir valmynd
5. september 2024 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Mál nr. 300/2024-Úrskurður

 

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Mál nr. 300/2024

Fimmtudaginn 5. september 2024

A

gegn

Vinnumálastofnun

Ú R S K U R Ð U R

Mál þetta úrskurða Hólmfríður Birna Guðmundsdóttir lögfræðingur, Agnar Bragi Bragason lögfræðingur og Arnar Kristinsson lögfræðingur.

Með kæru, dags. 30. júní 2024, kærði A, til úrskurðarnefndar velferðarmála ákvörðun Vinnumálastofnunar um að innheimta ofgreiddar atvinnuleysisbætur.

I.  Málsatvik og málsmeðferð

Kærandi fékk greiddar atvinnuleysisbætur frá Vinnumálastofnun á árunum 2019 til 2021. Með bréfi Vinnumálastofnunar, dags. 24. janúar 2023, var óskað eftir tilteknum upplýsingum og gögnum frá kæranda vegna fjármagnstekna á árinu 2021. Með ákvörðun Vinnumálastofnunar, dags. 18. apríl 2023, var kæranda tilkynnt að hún hefði fengið ofgreiddar atvinnuleysisbætur á tímabilinu janúar til júlí 2021 vegna fjármagnstekna, að fjárhæð 1.738.031 kr. Þann 19. júní 2024 var kæranda tilkynnt að ógreidd krafa vegna ofgreiddra atvinnuleysisbóta hefði verið áframsend til frekari meðferðar hjá Innheimtumiðstöð.

Kærandi lagði fram kæru hjá úrskurðarnefnd velferðarmála 30. júní 2024. Með erindi til Vinnumálastofnunar, dags. 2. júlí 2024, óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum um hina kærðu ákvörðun. Svar barst frá Vinnumálastofnun 10. júlí 2024 þess efnis að mál kæranda hefði verið tekið fyrir að nýju og innheimta felld niður. Með símtali 23. júlí 2024 tilkynnti kærandi að hún væri ekki sátt við afgreiðslu Vinnumálastofnunar og óskaði eftir að haldið yrði áfram með mál hennar. Með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 24. júlí 2024, var óskað eftir gögnum frá Vinnumálastofnun vegna kærumálsins. Umbeðin gögn bárust 20. ágúst 2024.

II.  Niðurstaða

Kærð er ákvörðun Vinnumálastofnunar um að innheimta ofgreiddar atvinnuleysisbætur fyrir tímabilið janúar til júlí 2021 vegna fjármagnstekna þess árs, að fjárhæð 1.738.031 kr. Sú ákvörðun var tilkynnt kæranda með bréfi Vinnumálastofnunar, dags. 18. apríl 2023. Með ákvörðun Vinnumálastofnunar, dags. 4. júlí 2024, var kæranda tilkynnt að sú ákvörðun hefði verið felld niður og því væri hún skuldlaus við stofnunina.

Hlutverk úrskurðarnefndar velferðarmála er að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana eftir því sem mælt er fyrir um í lögum sem kveða á um málskot til nefndarinnar, sbr. 1. gr. laga nr. 85/2015 um úrskurðarnefnd velferðarmála. Samkvæmt 11. gr. laga nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar kveður úrskurðarnefndin upp úrskurði um ágreiningsefni sem kunna að rísa á grundvelli laganna. Þar sem Vinnumálastofnun hefur fellt niður skuld kæranda við stofnunina verður ekki séð að ágreiningur sé til staðar á milli kæranda og stofnunarinnar vegna hinnar kærðu ákvörðunar. Kærunni er því vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála.


 

Ú R S K U R Ð A R O R Ð

Kæru A, er vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála.

F.h. úrskurðarnefndar velferðarmála

Hólmfríður Birna Guðmundsdóttir

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta