Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda
Menntamálaráðuneyti og Reykjavíkurborg bjóða öllum aðstandendum og velunnurum Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda til lokahófs og afmælisveislu í tilefni af 15 ára afmæli keppninnar í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 4. nóvember nk. kl: 14:00.
Dagskrá:
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjavíkur, flytur ávarp.
Paul Jóhannsson frumkvöðull flytur afmælisræðu.
Dórótea Höeg, hugvitskona og nemi í umhverfis- byggingarverkfræði við HÍ, flytur ávarp.
Jóhann Breiðfjörð mun afhenda farandbikar keppninnar virkasta nýsköpunarskólanum.
Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhendir verðlaun í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra setur Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2007 af stað og opnar sýningu á verkum ungra hugvitsmanna í sal Ráðhússins.
Léttar afmælisveitingar.
Skólahljómsveit Grafarvogs undir stjórn Jóns Hjaltasonar leikur nokkur lög.
Veislustjóri er Guðrún Þórsdóttir, skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur.