Málþing 9. febrúar 2006
Samgönguráðuneytið, í samstarfi við Vegagerðina og Umferðarstofu, efnir til málþings um landflutninga og umferðaröryggi fimmtudaginn 9. febrúar á Grand Hótel.
Málþingið er öllum opið og er þátttaka ókeypis. Þeir sem hyggjast taka þátt eru beðnir um að tilkynna það í tölvupósti á netfangið [email protected] í síðasta lagi fyrir hádegi 8. febrúar.
Dagskráin er eftirfarandi:
13:00 – 13:10 Ávarp samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssonar
13:10 – 13:25 Kröfur um þjálfun og starfsreynslu vörubifreiðastjóra í nútíð og framtíð
Holger Torp sérfræðingur hjá Umferðarstofu
13:25 – 13:40 Reglur um aksturs- og hvíldartíma og rafræna ökurita
William Thomas Möller, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Umferðarstofu
13:40 – 13:55 Hvernig eru reglur sem um atvinnugreinina gilda virtar í reynd af fyrirtækjum og bílstjórum þeirra? Hjámar Björgvinsson, aðalvarðstjóri hjá embætti Ríkislögreglustjóra og Sævar Ingi Jónssson, deildarstjóri umferðareftirlits hjá Vegagerðinni
13:55 – 14:05 Slysaþróun þar sem stórir bílar og bílar með tengivagna koma við sögu
Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu
14:05 – 14:20 Slysatíðni vöru- og hópbifreiða
Skúli Þórðarson, Dr.Ing., ORION ráðgjöf ehf
14:20 – 14:35 Skoðun stórra ökutækja
Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu
14:35 – 14:50 Kaffihlé
14:50 – 15:05 Vegakerfið og þungaflutningar
Eymundur Runólfsson, forstöðumaður áætlanadeildar Vegagerðarinnar
15:05 – 15:20 Vetrarþjónusta og þungaflutningar
Björn Ólafsson, forstöðumaður þjónustudeildar Vegagerðarinnar
15:20 – 15:35 Er uppbygging vegakerfisins í samræmi við þarfir fyrir flutninga?
Magnús Svavarsson, formaður Landvara
15:35 – 15:50 Þungaflutningar á íslenskum vegum og þjónusta Vegagerðar og Umferðarstofu
Björgvin Jón Bjarnason, framkvæmdastjóri hjá Landflutningum-Samskipum
15:50 – 16:05 Flutningar á eldsneyti og öðrum hættulegum efnum
Víðir Kristjánsson, deildarstjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins
16:05 – 16:20 Vel á vegi staddur – í vinnunni
Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu
16:20 – 16:50 Fyrirspurnir og almennar umræður.
16:50 – 17:00 Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu dregur saman þann lærdóm sem fram hefur komið á málþinginu
17:00 Fundarslit
Fundarstjóri er Karl Ragnars forstjóri Umferðarstofu.