Hoppa yfir valmynd
17. apríl 2019

Sendiherra fundar með varautanríkisráðherra Litháens

Árni Þór Sigurðsson sendiherra fundaði í dag með Darius Skusevičius varautanríkisráðherra Litáens í utanríkisráðuneytinu í Vilníus. Margháttuð tvíhliða samskipti landanna og svæðisbundið samstarf var til umræðu. Tengsl Íslands og Litáen eru náin og góð. Litáar minnast þess jafnan að Ísland var fyrst ríkja til að viðurkenna endurheimt sjálfstæði landsins árið 1991 og löndin eigi í fjölþættu tvíhliða og svæðisbundnu samstarfi. Þá hafa margir Litáar sest að á Íslandi, næst fjölmennasti hópur innflytjenda. Það er því mikilvægt að rækta tengslin milli landanna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta