Hoppa yfir valmynd
19. desember 2011 Innviðaráðuneytið

Öryggis gætt í Oddsskarðsgöngum

Öryggi í Oddsskarðsgöngum hefur verið til umfjöllunar að undanförnu. Fram hafa komið staðhæfingar um að lífshættulegt sé að fara um göngin meðal annars vegna grjóthruns og hefur verið að staðhæft að hnullungar hafi hrunið úr lofti ganganna sem valdið hafi lífshættu.

Hið rétta er að smátt grjót hrundi úr gangavegg á veginn á um 5 m kafla að morgni 14. desember. Vegagerðin greip þegar til ráðstafana, lét hreinsa grjótið og var ákveðið að losa um sprungur og hreinsa svæðið sem var gert næstu nótt. Í framhaldinu var síðan efni sem tekið var niður flutt út úr göngunum og þar með talinn steinn sem tekinn var niður á öðrum stað, geymdur um stund í vegkantinum meðan öðru efni var ekið út.

Þetta hefur orðið tilefni umræðna um grjóthrun og hættu. Af því tilefni hefur vegamálastjóri upplýst að eftir sérstaka skoðun á göngunum á liðnu sumri sé hverfandi hætta á hruni úr lofti  ganganna og að auki er öryggisnet sem tæki við grjóthruni ef til þess kæmi. Molnað getur úr veggjum og hrunið á nokkrum stöðum þar sem berg er veikt. Engin dæmi eru um að grjót hafi hrunið úr lofti og fallið beint á akbrautina.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta