Ísland kynnir þróunarfrumkvæði á sviði landgræðslu
Fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, Dr. Gunnar Pálsson, skýrði í dag frá því á fundi nefndar um sjálfbæra þróun (CSD) að íslensk stjórnvöld hefðu í hyggju að setja af hlunnum sérstakan landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi á næsta ári.
Áformin byggja á þróunarstarfi í landgræðslu sem fram hefur farið á síðustu þremur árum með þátttöku Háskóla Sameinuðu þjóðanna og fulltrúa frá þróunarríkjum í Asíu og Afríku.
Sautjándi fundur nefndarinnar stendur yfir í New York þessa daga og koma ráðherrar saman dagana 13. – 15. maí. Meginviðfangsefni nefndarinnar að þessu sinni er landbúnaður, landgræðsla, þurkar og aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun.