Samningur um þjónustu heimilislækna utan heilsugæslustöðva
Undirritaður hefur verið rammasamningur milli heimilislækna utan heilsugæslu, svokallaðra HUH lækna og Sjúkratrygginga Íslands um þjónustu árið 2011. Allir viðkomandi læknar starfa í Reykjavík.
Samningurinn tekur til allt að tólf stöðugilda heimilislækna sem hafa heimilislækningar fyrir sjúkratryggða að aðalstarfi og reka eigin stofur utan sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva. Rétt til að starfa samkvæmt samningnum hafa heimilislæknar sem unnu að aðalstarfi samkvæmt rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands og heimilislækna árið 2010.
Samningurinn gildir til 30. desember 2011 en unnt er að framlengja hann ef báðir aðilar eru sammála um það.