Samþykkt að endurskoða íslenska meðlagskerfið
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra um endurskoðun íslenska meðlagskerfisins.
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra um endurskoðun íslenska meðlagskerfisins. Ráðuneytið hefur stuðlað að gerð samanburðarúttektar á íslenskum reglum um meðlag og sambærilegum úrræðum í mörgum öðrum ríkjum. Þar kemur m.a. fram að íslenska kerfið hafi undanfarna áratugi þróast og breyst mun hægar en flest önnur.
Dóms- og kirkjumálaráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd til að fara yfir reglur barnalaga um framfærslu barna, með það fyrir augum að kanna hvort núverandi fyrirkomulag þjónar hagsmunum barna og foreldra með sanngjörnum hætti. Nefndinni verður falið að kalla eftir sem flestum sjónarmiðum og haga störfum sínum með þeim hætti að þær hugmyndir að breytingum sem fram komi fái sem víðtækasta umfjöllun.
Nefndina skipa Guðný Björk Eydal, dósent í félagsráðgjöf, sem jafnframt er formaður hennar, Ásgeir Eiríksson, fulltrúi hjá sýslumanninum í Keflavík, og Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur hjá Barnaverndarstofu.
Meðlagskerfi - Ísland og önnur lönd (Skýrsla á pdf-formati)