Hoppa yfir valmynd
8. mars 2019 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

Höfði friðarsetur fær styrk vegna námskeiðs í samningatækni

Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi að veita Höfða friðarsetri styrk upp á 3 milljónir króna af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til þess að halda námskeið í samningatækni og átakafræði með Harvard háskóla haustið 2019.

Námskeiðið byggir á „Harvard aðferðinni˝ í samningatækni og er ætlað að kenna þátttakendum hvernig á að undirbúa sig fyrir, taka þátt í og meta flóknar samningaviðræður á alþjóðavettvangi. Markhópur námskeiðsins eru ungir upprennandi leiðtogar frá Bandaríkjunum, Rússlandi og Evrópu, þar á meðal Íslandi, sem starfa að alþjóðamálum, friðar- og átakastjórnun og öryggi. Færni sem þátttakendur öðlast mun nýtast þeim í starfi á ólíkum vettvangi, t.d. mætti ætla að íslenskar konur í Nordic Women Mediators Network gætu nýtt sér þessa þekkingu ásamt öðrum innan íslensks stjórnkerfis sem vinna að alþjóðamálum.

Með námskeiðinu er ætlunin að byggja upp þekkingu og getu á Íslandi til að vinna að markmiðum þjóðaröryggis- og utanríkisstefnu Íslands um friðsamlega lausn átaka.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta