Höfði friðarsetur fær styrk vegna námskeiðs í samningatækni
Námskeiðið byggir á „Harvard aðferðinni˝ í samningatækni og er ætlað að kenna þátttakendum hvernig á að undirbúa sig fyrir, taka þátt í og meta flóknar samningaviðræður á alþjóðavettvangi. Markhópur námskeiðsins eru ungir upprennandi leiðtogar frá Bandaríkjunum, Rússlandi og Evrópu, þar á meðal Íslandi, sem starfa að alþjóðamálum, friðar- og átakastjórnun og öryggi. Færni sem þátttakendur öðlast mun nýtast þeim í starfi á ólíkum vettvangi, t.d. mætti ætla að íslenskar konur í Nordic Women Mediators Network gætu nýtt sér þessa þekkingu ásamt öðrum innan íslensks stjórnkerfis sem vinna að alþjóðamálum.
Með námskeiðinu er ætlunin að byggja upp þekkingu og getu á Íslandi til að vinna að markmiðum þjóðaröryggis- og utanríkisstefnu Íslands um friðsamlega lausn átaka.