Hoppa yfir valmynd
22. apríl 2024 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Varanlegur stuðningur við verðmætasköpun framtíðar​

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra - mynd

Aukinn stuðningur við rannsóknir og þróun er gerður varanlegur í nýrri fjármálaáætlun. Þá er boðuð áframhaldandi sókn fyrir háskóla og margvísleg uppbygging húsnæðis sem stuðla mun að bættu háskólanámi á Íslandi. Ljósleiðaravæðing landsins heldur áfram og netsamband meðfram hringveginum bætt. Allt mun þetta stuðla að sterkara þekkingarsamfélagi á Íslandi, aukinni verðmætasköpun og stöðugra efnahagslífi til framtíðar. 

„Eitt helsta baráttumál mitt í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu er styðja við hugvitið í íslensku samfélagi, sem er ein mikilvægasta útflutningsgrein þjóðarinnar og fjórða stoð íslensks efnahagslífs. Lykillinn bættum lífsgæðum og besta leiðin til daga úr hagsveiflum er efnahagslífið byggist fyrst og fremst á óþrjótandi auðlindum hugvits og þekkingar,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Slíkar áherslur eru greinilegar í fjármálaáætlun 2025-2029 sem kynnt var í dag/gær. Meðal helstu fjárfestinga sem þar er finna er áframhaldandi stuðningur við rannsóknir og þróun íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Efling nýsköpunar í atvinnulífinu er stór liður í áformum stjórnvalda um stuðning við vaxtargetu hagkerfisins til örva framleiðniþróun og auka stöðugleika

Eitt helsta verkfæri hins opinbera til þess er skattfrádráttur eða útgreiðsla á styrk til efla rannsókna- og þróunarstarf og bæta samkeppnishæfni nýsköpunarfyrirtækja. Frá árinu 2010 hefur slíkur stuðningur við nýsköpun stóraukist. Bæði hafa fleiri nýsköpunarfyrirtæki nýtt sér stuðninginn og stjórnvöld gert umfangsmiklar breytingar á stuðningskerfinu. Veigamesta breytingin fól í sér hækkun á endurgreiðsluhlutfallinu sem var lögfest tímabundið árið 2020 í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Í gildandi fjármálaáætlun var gert ráð fyrir þessar tímabundnu breytingar féllu niður. Í nýrri fjármálaáætlun er hins vegar fallið frá þeim áformum og samfara því verður unnið bættri framkvæmd og endurskoðun regluverks.

Fjármagn sem var greitt í styrk og veittan skattafslátt vegna nýsköpunar og þróunar nam um 0,32% af VLF árið 2023 en um 0,05% árið 2011 þegar stuðningurinn var fyrst veittur samkvæmt lögum. Í fjárlögum ársins 2024 er gert ráð fyrir 16,6 ma.kr. í umræddan stuðning. Gert er ráð fyrir á árunum 2025–2029 fari samanlagt 96 ma.kr. til stuðnings við nýsköpunarfyrirtæki.

Sókn fyrir háskóla

Jarðhræringar, loftslagsmál, heilbrigðisþjónusta og stafræn umbreyting eru meðal stærstu áskorana sem stjórnvöld standa frammi fyrir og þeim verður best mætt með öflugum rannsóknum, þróun og nýsköpun. Samspil háskóla- og rannsóknasamfélagsins og atvinnulífsins, leikur lykilhlutverk í því sambandi.

Í nýrri fjármálaáætlun er því boðuð áframhaldandi sókn fyrir íslenska háskóla. Auknu fjármagni verður þannig dreift til þeirra í gegnum nýja árangurstengda fjármögnun háskóla, sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynnti síðastliðið haust. Þá verða skólagjöld afnumin í Háskólanum að Bifröst og Listaháskólanum frá og með næsta hausti. Slík aðgerð er mikilvæg til að auka jöfn tækifæri nemenda til náms og hefur þegar leitt til stóraukinnar aðsóknar í Listaháskólann.

Að sama skapi verður áfram stutt við húsnæðisuppbyggingu háskólanna, ekki aðeins til að skólarnir geti tekið við fleiri nemendum heldur jafnframt til að bæta verknámsaðstöðu og efla gæði kennslunnar. Þannig er fyrirhugað að reisa nýtt húsnæði heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands við Landspítalann auk þess að Listaháskólinn fær nýtt húsnæði. Auk þess á að byggja nýtt færni- og hermisetur við Háskólann á Akureyri til að efla nám í hjúkrunarfræði og þá rís nýtt rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann í Reykjavík.

Allar frekari upplýsingar um fjármálaáætlun 2025-2029 má finna á vef Stjórnarráðsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta