Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2013 Utanríkisráðuneytið

Francine Gorman ráðin verkefnastjóri spilunarlistans

Norræni spilunarlistinn (Nordic playlist) hefur ráðið Francine Gorman sem verkefnastjóra. Hún hefur áður ritstýrt einni vinsælustu tónlistarsíðu Bretlands, Line of Best Fit, sem hefur verið í örum vexti undanfarin ár. 
Spilunarlistinn er eitt af áhersluverkefnum Íslands á formennskuári. Markmið þess er að koma tónlist alls staðar að af Norðurlöndum á framfæri, m.a. í gegnum tónlistarveitur eins og spotify. Reiknað er með að spilunarlistanum verði hleypt af stokkunum í byrjun janúar 2014 á heimsíðu verkefnisins. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta