Francine Gorman ráðin verkefnastjóri spilunarlistans
Norræni spilunarlistinn (Nordic playlist) hefur ráðið Francine Gorman sem verkefnastjóra. Hún hefur áður ritstýrt einni vinsælustu tónlistarsíðu Bretlands, Line of Best Fit, sem hefur verið í örum vexti undanfarin ár.
Spilunarlistinn er eitt af áhersluverkefnum Íslands á formennskuári. Markmið þess er að koma tónlist alls staðar að af Norðurlöndum á framfæri, m.a. í gegnum tónlistarveitur eins og spotify. Reiknað er með að spilunarlistanum verði hleypt af stokkunum í byrjun janúar 2014 á heimsíðu verkefnisins.