Hoppa yfir valmynd
15. maí 2018 Utanríkisráðuneytið

Mangochi hérað fær fimm nýja sjúkraflutningabíla

Frá afhendingu bílanna um helgina. Ljósm: LDK. - mynd

Um helgina fór fram formleg afhending fimm sjúkraflutningabíla til hérðasstjórnarinnar í Mangochi sem er samstarfshérað Íslendinga í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Ágústa Gísladóttir forstöðukona íslenska sendiráðsins í Malaví afhenti bílana og Kondwani Nankhumwa ráðherra sveitastjórnarmála tók við þeim fyrir hönd malavískra stjórnvalda. Hann sagði af því tilefni að malavísku þjóðin og stjórnvöld væru ævinlega þakklát íslensku þjóðinni og íslenskum stjórnvöldum fyrir ómetanlegan stuðning við þá sem minnst mega sín í héraðinu.

Bílarnir eru hluti af bættu tilvísunarkerfi og lífsnauðsynleg þjónusta fyrir hinar dreifðu byggðir héraðsins. Að sögn Lilju Dóru Kolbeinsdóttur verkefnastjóra er víða löng leið á milli heilsugæslustöðva þar sem reknar eru fæðingardeildir og jafnvel enn lengra í næsta sjúkrahús þar sem aðstaða til að gera keisaraskurði og aðra neyðarþjónustu.

„Því er innan lýðheilsuhluta grunnþjónustverkefnisins í Mangochi héraði lögð megin áhersla á að efla þjónustu við verðandi mæður og börn og að tryggja að í þeim heilbrigðisstofnunum sem hafa verið byggðar síðastliðin ár sé veitt góð þjónusta. Öruggir sjúkraflutningar og mæðraskoðun á öllum stigum meðgöngunnar eru hluti af þeirri mikilvægu þjónustu,” segir Lilja Dóra. Hún bætir við að bílarnir séu ekki búnir tækjum og tólum til endurlífgunar eða annarra bráðaaðgerða og því séu þeir kallaðir sjúkraflutningabílar, ekki sjúkrabílar. Tilgangurinn sé fyrst og fremst á að koma sjúkrum hratt og örugglega á næstu heilbrigðisstofnun. Sjúkraflutningamenn eru ekki í bílunum heldur aðeins bílstjóri.

  • $alt

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan
5. Jafnrétti kynjanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta