Hoppa yfir valmynd
19. mars 2025 Heilbrigðisráðuneytið

Sameining heilsugæslustöðvanna á Dalvík og í Fjallabyggð

Heilsugæslustöðvarnar á Dalvík og í Fjallabyggð - myndMyndir: HSN

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur ákveðið að sameina heilsugæslustöð HSN á Dalvík og starfsstöð HSN í Fjallabyggð frá og með 1. september næstkomandi. Markmiðið er að efla mönnun heilbrigðisfagfólks á svæðinu og þjónustu við íbúa.

Í tilkynningu HSN um sameininguna segir að megintilgangurinn sé að búa til öflugri einingu sem geri auðveldara að manna stöður fagfólks. Einnig muni stærri rekstrareining auka sveigjanleika starfseminnar og styðja við forsendur til teymisvinnu sem ætti að efla samvinnu og miðlun þekkingar meðal starfsfólks. 

Fram kemur að reynsla HSN hafi sýnt að stærri starfsstöðvar eins og á Húsavík og Sauðárkróki laði frekar að sér lækna en þær minni,  að hluta til vegna þess að þar er fyrir stærri hópur lækna sem starfar saman sem flestum þyki kostur. Enn fremur geri það auðveldara að taka við sérnámsgrunnslæknum og læknum í sérnámi í heimilislækningum og sýni reynslan að þegar nemar komi í starfsnám hafi það jákvæð áhrif á framtíðarmönnun á þeim stað. Sömu rök séu fyrir hendi varðandi mönnun í öðrum fagstéttum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta