Hoppa yfir valmynd
5. nóvember 2012 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Tvær stofnanir mennta- og menningarmálaráðuneytis framarlega í nýsköpun

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra og Blindrabókasafn Íslands hlutu verðlaun og viðurkenningu fyrir nýsköpunarverkefni


Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra hlaut Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2012 fyrir verkefnið SignWiki

SignWiki er upplýsingakerfi og þekkingarbrunnur þar sem táknmálsorðabók og táknmálsnámi er miðlað í tölvur, spjaldtölvur og síma.  Það var þróað til að fylgja eftir nýjum lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls, en  upphaflega kviknaði hugmyndin út frá vinnu með heyrnarlausum í þróunarlöndum.  Í kerfinu felst ný nálgun sem byggir á opinni og virkri þátttöku, þar sem málsamfélagið og áhugafólk um táknmál eru þátttakendur og leggja til námsefni og tákn.  SignWiki nýtist sem orðabók, til kennslu og í samskiptum við heyrnarlausa, auk þess fyrir almenning og til rannsókna, og hefur gjörbreytt aðgengi að táknmáli og  miðlun þess. Matsnefndinni þótti SignWiki hafa mikið nýsköpunargildi og hátt almannagildi, þar sem verkefnið hefur leitt til straumhvarfa í því samfélagi sem það nýtist best.  Auk þess hefur SignWIki skipt miklu máli fyrir starfsemi Samskiptamiðstöðvarinnar og stuðlað að mikilli hagræðingu í miðlun og kennslu táknmáls. Verkefnið er einstakt í sinni röð og það hefur vakið athygli erlendis og er þegar orðin útflutningavara.

Blindrabókasafni Íslands hlaut viðurkenningu fyrir verkefnið Librodigital

Um er að ræða útlána- og framleiðslukerfi fyrir rafbókasafn. Librodigital er gott dæmi um nýja afurð sem er þróuð í samvinnu opinberra aðila og einkaaðila; þar sem unnið er að lausn til að mæta mjög sérhæfðum kröfum notenda og starfsmanna.  Samstarfsaðili var Prógramm ehf.  Kerfið er nýjung á sínu sviði og ekki til neitt sambærilegt kerfi í nágrannalöndum okkar.  Innleiðing kerfisins leiddi til hagræðingar í rekstri, betri þjónustu við skjólstæðinga og aðgengi að upplýsingum, auk þess sem það auðveldar vinnu starfsmanna.  Áform eru uppi um markaðssetja kerfið erlendis í samstarfi aðila og mun Blindrabókasafnið hagnast fjárhagslega verði kerfin seld erlendum hljóðbókasöfnum.  Verkefnið þótti frumlegt, hafa hátt nýsköpunargildi og skipti starfsemi stofnunarinnar miklu máli. Þess má geta að Blindrabókasafnið fékk einnig viðurkenningu vegna nýsköpunar á síðasta ári, en þá fyrir verkefnið "Yfirfærsla bókakosts Blindrabókasafns Íslands yfir á stafrænt form".

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta