Hoppa yfir valmynd
1. mars 2007 Utanríkisráðuneytið

Opnun farandsýningar um arfleifð Vilhjálms Stefánssonar

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra mun í dag opna farandsýningu um arfleifð Vilhjálms Stefánssonar heimskautafara á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Sýningin ber heitið "Heimskautslöndin unaðslegu" og verður bein vefsending frá opnuninni á norðurslóðagáttinni www.arcticportal.org laust eftir klukkan 15 í dag.

Vefgáttin verður einn helsti vefvettvangur alþjóðaheimskautaársins sem hófst í dag. Á norðuslóðagáttinni verða beinar vefsendingar frá fjölmörgum opnunaratburðum heimskautaársins víðsvegar um heim.

Það er nýjung að alþjóðaviðburði sé hleypt af stokkunum með þessum hætti á fjölmörgum stöðum inni á einu vefsvæði. Stuðst er við vefsendingarbúnað sem þróaður hefur verið fyrir fjarkennslu við Háskólann á Akureyri.

Utanríkisráðherra opnaði norðurslóðagáttina formlega á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins í Salekhard í Rússlandi í október síðastliðnum.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta