Hoppa yfir valmynd
20. mars 2013 Innviðaráðuneytið

Drög að námskrá fyrir bifhjólaréttindi til umsagnar

Drög að nýrri námskrá fyrir bifhjólaréttindi sem samin hafa verið af Umferðarstofu liggja nú fyrir. Meðal hlutverka Umferðarstofu er að setja námskrár fyrir einstaka flokka ökuréttinda í samráði við Ökukennarafélag Íslands og skal innanríkisráðherra staðfesta námskrár. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um námskrárdrögin til 27. mars og skulu þær sendar á netfangið [email protected].

Í námskránni er fjallað um skipulag ökunámsins en meginkaflar hennar eru tveir og fjalla þeir annars vegar um fræðilegan hluta og hins vegar um verklegan hluta. Í fræðilega hlutanum er fjallað meðal annars um ökutækið, veginn, umferðina og hegðun í umferðinni og í verklega hlutanum um æfingar á afmörkuðu svæði og akstur í umferðinni.

Með nýju námskránni er fyrst og fremst verið að fella inn í hana breytingar í Evróputilskipun vegna nýrra flokka bifhjóla og kröfur til sérstakra æfinga sem skulu fara fram á afmörkuðu svæði.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta