Áburðarstuðningur greiddur til bænda
Matvælaráðuneytið hefur greitt út stuðning, samkvæmt fjárlögum 2022, sem ætlaður er til að koma til móts við miklar hækkanir á áburði sem orðið hafa á milli áranna 2021 og 2022. Áætluð hækkun hérlendis frá síðasta ári er um 87% samkvæmt mati Hagstofunnar fyrir verðlagsgrundvöll kúabús.
650 milljónir króna voru til ráðstöfunar til þessa verkefnis og hann var greiddur í formi álags á jarðræktarstyrki og landbgreiðslur sem viðkomandi bú fékk samkvæmt búvörusamningum árið 2021.
Með því var hægt að greiða stuðninginn skjótast til bænda, þannig að hann bærist þeim áður en áburðarkaup ársins kæmu til greiðslu.
Alls fengu tæplega 1.600 bú greiddan stuðning og var álagið á greiðslurnar 77,25%. Hluta fjármunanna var haldið eftir til að standa undir greiðslum til nýliða sem tóku við búrekstri um liðin áramót og viðmiðunargögn voru ekki fyrir hendi. Ætlunin er að þeir fáu sambærilegan stuðning og aðrir en auglýst verður eftir umsóknum vegna þessa fljótlega.
Þessu til viðbótar munu 50 milljónir króna verða nýttar til að efla ráðgjöf um bætta nýtingu áburður og jarðrækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.