Hoppa yfir valmynd
8. apríl 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Málstofa Seðlabanka um stöðu heimilanna 9. apríl

Málstofa verður haldin föstudaginn 9. apríl í fundarsal Seðlabanka Íslands, Sölvhóli.

Frummælendur eru Karen Á. Vignisdóttir og Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingar á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands. Efni málstofunnar er: „Hvernig hefur staða heimila breyst á undanförnum misserum og hverju fá aðgerðir í þágu heimila áorkað?“

Málstofan hefst kl. 13:30

Ágrip: Á málstofunni verða kynntar frekari niðurstöður á greiningu Seðlabankans á stöðu heimilanna í kjölfar bankahrunsins. Lagt er mat á hvernig geta heimila til að standa undir greiðslubyrði lána og nauðsynlegri framfærslu hefur þróast undanfarin tvö ár. Einnig verður lagt mat á möguleg áhrif ýmissa aðgerða í þágu heimila á greiðslugetu og eiginfjárstöðu heimila og þann fjölda heimila sem glímir við greiðsluerfiðleika. Niðurstöður eru sýndar fyrir ólíka hópa, t.d. eftir fjölskyldugerð, gjaldmiðlasamsetningu lána og aldri lántakenda.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta