Fjárhagsstaða heimilanna - breytingar síðustu misseri og áhrif aðgerða
Seðlabanki Íslands stóð fyrir málstofu 13. apríl síðatliðinn þar sem fjallað var um skuldastöðu heimila hér á landi og um hverju aðgerðir í þágu heimila hafa fengið áorkað. Kynntar voru niðurstöður greiningar á greiðslubyrði lána heimila, þróun eiginfjárstöðu og þróun á fjölda heimila sem glímir við greiðsluerfiðleika.
Frummælendur voru þau Karen Á. Vignisdóttir og Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingar í Seðlabanka Íslands.
„Ágrip: Á málstofunni voru kynntar frekari niðurstöður á greiningu Seðlabankans á stöðu heimilanna í kjölfar bankahrunsins. Lagt var mat á hvernig geta heimila til að standa undir greiðslubyrði lána og nauðsynlegri framfærslu hefur þróast undanfarin tvö ár. Einnig var lagt mat á möguleg áhrif ýmissa aðgerða í þágu heimila á greiðslugetu og eiginfjárstöðu heimila og þann fjölda heimila sem glímir við greiðsluerfiðleika. Niðurstöður voru sýndar fyrir ólíka hópa, t.d. eftir fjölskyldugerð, gjaldmiðlasamsetningu lána og aldri lántakenda.“
(Af heimasíðu Seðlabanka Íslands)