Hoppa yfir valmynd
30. ágúst 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-júlí 2007

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs eftir fyrstu sjö mánuði ársins liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu jókst handbært fé frá rekstri um 46,5 millj­arða króna innan ársins, sem er 10 milljörðum hagstæðari útkoma held­ur en á sama tíma í fyrra. Þá er útkoman 59 milljörðum hagstæðari en gert var ráð fyrir í áætlun. Tekj­ur reyndust 36,4 milljörðum hærri en í fyrra á meðan gjöldin hækkuðu um 25,3 milljarða. Hreinn láns­fjárjöfnuður var neikvæður um 22,3 milljarð króna, en jákvæður um 34,1 milljarða á sama tíma í fyrra. Viðsnúningurinn skýr­ist að mestu leyti af 30,3 milljarða kaupum ríkissjóðs á hlut Reykja­vík­ur­borgar og Akur­eyr­arbæjar í Landsvirkjun og eiginfjáraukningu Seðla­banka Íslands með 44 milljarða króna eiginfjárframlagi ríkissjóðs í byrjun maí.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar – júlí 2007

(Í milljónum króna)

2003

2004

2005

2006

2007

Innheimtar tekjur

147.465

150.429

185.085

215.509

251.878

Greidd gjöld

150.807

164.139

180.985

178.257

203.570

Tekjujöfnuður

-3.342

-15.428

4.100

37.252

48.308

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl.

-12.059

-

-

-

-6136

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda

-577

577

496

-752

-1782

Handbært fé frá rekstri

-15.978

-16.005

4.596

36.500

46.526

Fjármunahreyfingar

17.783

1.840

11.206

-2.383

-68.846

Hreinn lánsfjárjöfnuður

1.805

-14.165

15.802

34.116

-22.320

Afborganir lána

-18.021

-29.142

-33.343

-35.088

-36.416

   Innanlands

-5.612

-4.139

-14.000

-12.215

-22.217

   Erlendis

-12.409

-25.004

-19.342

-22.873

-14.199

Greiðslur til LSR og LH

-4.375

-4.375

-2.250

-2.310

-2.310

Lánsfjárjöfnuður. brúttó

-20.591

-47.683

-19.790

-3.282

-61.047

Lántökur

24.245

39.386

13.305

19.735

53.245

   Innanlands

22.868

16.127

8.956

12.262

49.911

   Erlendis

1.377

23.259

4.349

7.473

3.334

Breyting á handbæru fé

3.654

-8.296

-6.486

16.453

-7.802

 

Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 252 ma.kr. fyrstu sjö mánuði þessa árs. Það er 36,4 ma.kr meira en á sama tíma í fyrra, eða 14% aukn­ing sé óreglulegum tekjum sleppt. Ef tekið er tillit til tilfærslu milli mánaða vegna tekjuskatts lögaðila nemur aukningin 18,7%. Skatt­tekjur og tryggingagjöld jukust um 12,1% að nafnvirði. Á sama tíma hækkaði almennt verðlag um 5,4% og raunaukning skatttekna og tryggingargjalda var því 6,7%. Aukning annarra rekstrartekna um 39% milli ára skýrist af auknum vaxtatekjum og öðrum lána­tekjum.

Skattar á tekjur og hagnað námu 85,4 ma.kr. og jukust um 12,3 ma.kr. frá síðasta ári, eða 16,8%. Þar af jókst tekjuskattur einstaklinga um 11,7%, tekjuskattur lögaðila um 30,6% (þá er leiðrétt fyrir fyrrgreindri tilfærslu) og fjármagnstekjuskattur um 49%. Innheimt tryggingagjöld jukust um 6,8% milli ára, og dróst saman sam­an­borið við launavísitölu. Innheimta eignarskatta nam 6,5 ma.kr. sem er 11,5% aukning frá fyrra ári. Þar af námu stimpilgjöld 5,1 ma.kr. en inn­heimta þeirra á árinu hefur aukist um tæpar 600 m.kr frá fyrra ári. Tekj­ur af stimpilgjöldum eru nú orðnar 1,5 ma.kr. hærri en gert var ráð fyrir í fjárlögum fyrir tímabilið janúar–júlí.

Innheimta almennra veltuskatta gefur nokkuð góða mynd af þróun inn­lendrar eftirspurnar. Hún nam 108 ma.kr. fyrstu sjö mánuði ársins og jókst um 8,7% að nafnvirði frá fyrra ári og 3,4% umfram hækkun vísi­tölu neysluverðs. Tekjur af virðisaukaskatti hafa aukist um 11,5% sem jafngildir rúmlega 6% raunaukningu. Vegna lagabreytingar sem fel­ur í sér rýmri greiðslufrest á virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum fer marktækni samanburðar við fyrra ár eftir því hvaða tímabil innan árs­ins er til skoðunar. Þegar litið er á 6 mánaða hreyfanlegt meðaltal veltuskatta kemur fram að raun­breyt­ing er nánast engin milli ára. Af helstu ein­stökum liðum veltutengdra skatta er mest aukning í sköttum á olíu og þungaskatti. Mest lækkun tekna er af vörugjöldum af öku­tækj­um en þau skiluðu 16% minni tekjum en á sama tíma í fyrra.  Nýskráningar bifreiða á fyrstu sjö mánuðum ársins voru 17% færri en á sama tíma 2006. Nýskráning bifreiða er að taka við sér og var júní þriðji hæsti mán­uðurinn frá upphafi og nýskráningar í júlí 20% fleiri en í júlí í fyrra.

Greidd gjöld nema 203,6 milljörðum króna og hækka um 25,3 millj­arða milli ára, eða um 14,2%. Mest aukning er vegna almannatrygginga og velferðarmála 6,7 milljarðar og vegna almennrar opinberrar þjón­ustu 5,6 milljarða. Greiðslur vegna efnahags- og atvinnumála hækka um 3,9 milljarða, greiðslur vegna heilbrigðismála um 4,6 millj­arða og vegna menntamála um tæpa 2 milljarða.

Lántökur ársins nema 53,2 milljörðum króna og hækka um 33,5 millj­arða milli ára, mest vegna 26,9 milljarða lántöku vegna kaupa á Landsvirkjun. 

Tekjur ríkissjóðs janúar – júlí 2007

 

Milljónir króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2005

2006

2007

 

2005

2006

2007

Skatttekjur og tryggingagjöld

166.490

202.398

226.953

 

18,7

21,6

12,1

Skattar á tekjur og hagnað

52.322

73.074

85.365

 

15,2

39,7

16,8

Tekjuskattur einstaklinga

37.096

44.648

49.887

 

11,4

20,4

11,7

Tekjuskattur lögaðila

5.459

14.426

14.604

 

-5,6

164,3

1,2

Skattur á fjármagnstekjur

9.768

14.001

20.874

 

54,1

43,3

49,1

Eignarskattar

8.240

5.806

6.476

 

49,8

-29,5

11,5

Skattar á vöru og þjónustu

85.557

99.534

108.189

 

19,4

16,3

8,7

Virðisaukaskattur

58.491

68.842

76.738

 

22,5

17,7

11,5

Vörugjöld af ökutækjum

6.211

6.951

5.838

 

76,5

11,9

-16,0

Vörugjöld af bensíni

4.985

5.151

5.318

 

5,1

3,3

3,2

Skattar á olíu

2.740

3.458

3.867

 

-15,5

26,2

11,8

Áfengisgjald og tóbaksgjald

6.174

6.383

6.672

 

6,4

3,4

4,5

Aðrir skattar á vöru og þjónustu

6.956

8.750

9.756

 

5,5

25,8

11,5

Tollar og aðflutningsgjöld

1.795

2.457

3.259

 

6,2

36,8

32,7

Aðrir skattar

396

430

1.133

 

.

8,7

163,5

Tryggingagjöld

18.179

21.097

22.531

 

16,2

16,0

6,8

Fjárframlög

252

173

530

 

30,5

-31,5

207,2

Aðrar tekjur

18.103

12.652

17.547

 

81,8

-30,1

38,7

Sala eigna

239

287

6.848

 

.

20,0

.

Tekjur alls

185.084

215.509

251.878

 

23,0

16,4

16,9



 

Gjöld ríkissjóðs janúar – júlí 2007

 

Milljónir króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2005

2006

2007

 

2006

2007

Almenn opinber þjónusta

35.848

23.872

29.430

 

-33,4

23,3

Þar af vaxtagreiðslur

15.478

7.326

10.106

 

-52,7

37,9

Varnarmál

...

290

344

 

.

18,8

Löggæsla, réttargæsla og öryggismál

5.199

7.727

9.103

 

48,6

17,8

Efnahags- og atvinnumál

23.262

23.469

27.379

 

0,9

16,7

Umhverfisvernd

1.926

1.922

2.106

 

-0,2

9,6

Húsnæðis- skipulags- og veitumál

266

235

258

 

-11,5

9,5

Heilbrigðismál

46.299

48.141

52.758

 

4,0

9,6

Menningar-, íþrótta- og trúmál

7.459

8.131

9.390

 

9,0

15,5

Menntamál

18.516

20.879

22.867

 

12,8

9,5

Almannatryggingar og velferðarmál

42.211

38.670

45.385

 

-8,4

17,4

Óregluleg útgjöld

...

4.920

4.551

 

.

-7,5

Gjöld alls

180.985

178.257

203.570

 

-1,5

14,2



 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta