Fundað með stjórn Bandalags íslenska listamanna
Mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúar BÍL áttu góða og málefnalega umræðu um hinna mörgu þætti sem lúta að því að efla menningarlífið. „Við viljum byggja upp innviði listgreina í landinu, bæði inn á við og með sókn á erlendum vettvangi. Það endurspeglast meðal annars í þeirri vinnu sem hafin er við að efla skapandi greinar sem vaxandi atvinnuveg á Íslandi. Talið er að menning og listir munu leika enn stærra hlutverk í hagkerfum framtíðarinnar því samfélög sem drifin eru áfram af hugviti, listum og nýsköpun verða leiðandi meðal þjóða á komandi árum,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Kveðið er á um það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að áfram verði unnið að því að styrkja faglega starfslauna- og verkefnasjóði listamanna. Hafin er endurskoðun á starfslaunaumhverfi listamanna en það kerfi sem nú er við líði er tvískipt, í gegnum launa- og verkefnasjóði.