Hoppa yfir valmynd
25. janúar 2013 Utanríkisráðuneytið

Umtalsverður árangur í fríverslunarviðræðum við Kína

Sjötta lota fríverslunarviðræðna Íslands og Kína var haldin þann 22.-24. janúar 2013 í Peking. Umtalsverður árangur náðist í öllum málaflokkum og urðu samningsaðilar ásáttir um að halda áfram vinnunni með það að takmarki að ljúka samningum sem fyrst.

Fríverslunarsamningur ríkjanna mun greiða leið fyrir tvíhliða viðskipti. Samið er um niðurfellingu tolla, þjónustuviðskipti, upprunareglur, heilbrigðiseftirlit, tæknilegar viðskiptahindranir, lagaleg málefni, vernd hugverka og opinber innkaup.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta