Hoppa yfir valmynd
21. nóvember 2000 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Mál nr. 12/2000: Úrskurður frá 21. nóvember 2000.

Ár 2000, þriðjudaginn 21. nóvember, var í Félagsdómi í málinu nr. 12/2000:



Bifreiðastjórafélagið Sleipnir

(Jónas Haraldsson hdl.)

gegn

Samtökum atvinnulífsins f.h.

Allrahanda/Ísferðir ehf.

(Jón R. Pálsson hdl.)

kveðinn upp svofelldur


Ú R S K U R Ð U R :


Málið úrskurða Eggert Óskarsson, Gylfi Knudsen, Ingibjörg Benediktsdóttir, Valgeir Pálsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.


Stefnandi er Bifreiðastjórafélagið Sleipnir, kt. 600269-2409, Mörkinni 6, Reykjavík

Stefndi er Samtök atvinnulífsins, kt. 680699-2919, Garðastræti 41, Reykjavík, f.h. Allrahanda/Ísferða ehf., kt. 500489-1119, Funahöfða 17, Reykjavík.


Við aðalmeðferð málsins var þess óskað af hálfu stefnanda að málið yrði fellt niður. Af hálfu stefnda var þá krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda og málið tekið til úrskurðar þar um.

Með vísan til c-liðar 1. mgr. og 2. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, ber að fella mál þetta niður og úrskurða jafnframt um málskostnaðarkröfuna.

Í samræmi við meginreglu 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 ber stefnanda að greiða stefnda málskostnað, sem ákveðinn verður 100.000 kr.


Ú R S K U R Ð A R O R Ð:


Mál þetta fellur niður.


Stefnandi, Bifreiðastjórafélagið Sleipnir, greiði stefnda, Samtökum atvinnulífsins f.h Allrahanda/Ísferða ehf., 100.000 kr. í málskostnað.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta