Þekkingaryfirfærsla – stíflur eða opnar gáttir? Opinn málfundur Vísinda- og tækniráðs 27. apríl
Vísinda- og tækniráð efnir til opinnar og gagnrýninnar umræðu um vísinda- og nýsköpunarkerfið á fjórum opnum fundum í febrúar-apríl 2011 undir yfirskriftinni; „Með gæði og ávinning að leiðarljósi".
Fjórði málfundur Vísinda- og tækniráðs um vísinda- og nýsköpunarkerfið verður haldinn miðvikudaginn 27. apríl n.k. kl. 15-17 í sal Arion banka.
Vísinda- og tækniráð efnir til opinnar og gagnrýninnar umræðu um vísinda- og nýsköpunarkerfið á fjórum opnum fundum í febrúar-apríl 2011 undir yfirskriftinni; „Með gæði og ávinning að leiðarljósi".
Miðvikudaginn 27. apríl kl. 15-17 er boðað til næsta málfundar í sal Arion banka að Borgartúni 19, Reykjavík.
Þekkingaryfirfærsla – stíflur eða opnar gáttir?
Inngangserindi:
- Hannes Ottósson, verkefnisstjóri, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
- Sigurlína V. Ingvarsdóttir, yfirframleiðandi á þróunarsviði CCP og stjórnarformaður Icelandic Gaming Industry, IGI
- Sveinbjörn Höskuldsson, framkvæmdastjóri Nox Medical
- Ágúst H. Ingþórsson forstöðumaður Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands
Fundarstjóri: Þorsteinn Ingi Sigfússon, formaður tækninefndar Vísinda- og tækniráðs.
Að loknu málþingi verða fyrirlestrar aðgengilegir á vefsíðu Vísinda- og tækniráðs.