Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2010 Utanríkisráðuneytið

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hafin hjá sendiráðum og ræðismönnum

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna kosninga til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 er hafin. Atkvæðagreiðslan fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis og aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Shanghai og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis, samanber meðfylgjandi lista.

Væntanlegum kjósendum er vinsamlegast bent á að hafa samband við ræðismenn áður en þeir koma til að kjósa. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar er að finna á vefsetrinu www.kosning.is og eru væntanlegir kjósendur eindregið hvattir til að undirbúa sig með því að kynna sér upplýsingar á því vefsetri.

Athygli kjósenda er vakin á því, að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi.

Vakin er athygli á þeirri breytingu frá fyrri utankjörfundaratkvæðagreiðslum að henni lýkur einum degi fyrir kjördag, föstudaginn 26. nóvember, klukkan 12 á hádegi.

Listi yfir kjörræðismenn Íslands erlendis

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta