Hoppa yfir valmynd
8. mars 2021 Utanríkisráðuneytið

Úttekt á samstarfi við frjáls félagasamtök

Viðkvæmustu hópar fátækra samfélaga njóta góðs af samstarfi við frjáls félagasamtök. Ljósmynd: gunnisal - mynd

Niðurstöður nýrrar óháðrar úttektar á samstarfi utanríkisráðuneytisins við frjáls félagasamtök á sviði þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar benda til þess að margt hafi tekist vel í samstarfinu en jafnframt að frekari tækifæri séu til staðar til umbóta. Úttektin sýnir að rík áhersla hafi verið á að ná til þeirra allra fátækustu í verkefnum frjálsra félagasamtaka, auk þess sem samvinnan hafi verið sniðin að þörfum viðkvæmra hópa.

Samstarf við frjáls félagasamtök hefur verið mikilvægur þáttur í þróunarsamvinnu Íslands um langt árabil. Frá árinu 2015 hafa framlög Íslands til frjálsra félagsamtaka vegna þróunarsamvinnu- og mannúðarverkefna numið tæplega 1,9 milljörðum króna. Hartnær 100 verkefni verið fjármögnuð, auk 19 mannúðar­verkefna í gegnum rammasamning við Rauða krossinn á Íslandi. Átján íslensk frjáls félagasamtök hafa notið stuðnings til verkefna í 32 löndum frá árinu 2015.

Ráðgjafafyrirtækið NIRAS lauk nýverið óháðri úttekt á samstarfinu sem beindist að vinnulagi, stefnumiðum og ramma­samningi. Auk þess að benda á að margt hafi tekist vel í samstarfinu og tækifærum til umbóta segir í úttektinni að ramma­samningur við Rauða krossinn á Íslandi hafi gefist vel. Því sé ástæða til að skoða frekari nýtingu ramma­samninga í samstarfi ráðuneytisins við frjáls félagasamtök, bæði í mannúðar­aðstoð og í þróunar­­samvinnu.

Í úttektinni eru auk þess gerðar tillögur um skýrari stefnumið og samráði um mótun þeirra, einföldun á vinnuferlum, samvinnu og samtali milli aðila á breiðari grunni, aukinnar samhæfingar og samfellu í starfi.

  • $alt

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

1 Engin fátækt
2. Ekkert hungur
3. Heilsa og vellíðan
4. Menntun fyrir öll

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta