Hoppa yfir valmynd
12. nóvember 2008 Innviðaráðuneytið

Mælt fyrir frumvarpi um húsnæðismál

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um húsnæðismál á Alþingi í gær. Þau úrræði sem lögð eru til í frumvarpinu eru liður í umfangsmiklum aðgerðum til að mæta fólki í greiðsluvanda sem unnið hefur verið að í samvinnu félags- og tryggingamálaráðuneytisins og Íbúðalánasjóðs að undanförnu. Mörgum aðgerðum í þessu skyni hefur þegar verið hrint í framkvæmd með reglugerðarbreytingum og breytingum á verklagi Íbúðalánasjóðs.

Samkvæmt frumvarpinu verður heimilt að lengja umtalsvert lánstíma lána vegna greiðsluerfiðleika. Þá verður Íbúðalánasjóði heimilt að leigja eða fela öðrum að annast leigu húsnæðis sem sjóðurinn hefur leyst til sín á nauðungarsölu.

Heimild Íbúðalánasjóðs til þess leigja eða fela öðrum að annast leigumiðlun íbúðarhúsnæðis er lögð til með það að meginmarkmiði að gera leigjendum íbúða sem sjóðurinn hefur eignast á nauðungaruppboði vegna greiðsluerfiðleika leigufélaganna, eða eigendum íbúða sem hafa misst þær vegna greiðsluerfiðleika, kleift að búa áfram í íbúðarhúsnæðinu í tiltekinn tíma gegn leigu. Fólki sé þannig forðað frá því að þurfa að hrekjast úr húsnæði sínu með litlum fyrirvara og án þess að eiga í önnur hús að venda“, sagði Jóhanna þegar hún mælti fyrir frumvarpinu.

Þingmenn allra flokka lýstu stuðningi við þær aðgerðir sem boðaðar eru í frumvarpinu í umræðum á Alþingi.

Hægt er að hlusta á umræðurnar á vef Alþingis.

Tenging frá vef ráðuneytisinsUmræðurnar á Alþingi

Tenging frá vef ráðuneytisinsFrumvarp til laga um breytingar á lögum um húsnæðismál



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta