Hoppa yfir valmynd
16. mars 2020 Utanríkisráðuneytið

Upplýsingamiðlun til Íslendinga erlendis

Ferðaráð vegna COVID-19 heimsfaraldurs má nú finna á vef utanríkisráðuneytisins. Þar má finna svör við algengum spurningum og upplýsingar um þekktar ferðatakmarkanir eftir löndum.

Íslendingar erlendis eru hvattir til að fylgjast vel með utanríkisráðuneytinu á Facebook, á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum og til að skrá sig í grunn borgaraþjónustunnar.

Utanríkisráðuneytið og sendiskrifstofur vinna að því að afla upplýsinga um aðgerðir stjórnvalda á hverjum stað og um leið og haldbærar upplýsingar liggja fyrir verður þeim miðlað til þeirra sem hafa skráð sig í grunn borgaraþjónustunnar og á samfélagsmiðlum. 

Íslendingar í vanda erlendis geta haft samband við borgaraþjónustuna með skilaboðum á Facebook, með tölvupósti á [email protected] og í síma 545-0-112.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta