Hoppa yfir valmynd
26. júní 2023 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Reglubundinni umræðu um Ísland lokið í framkvæmdastjórn AGS

Miðvikudaginn 14. júní fór fram árleg umræða í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um stöðu og horfur í efnahagsmálum á Íslandi samkvæmt fjórðu grein stofnsáttmála um sjóðinn (e. Article IV Consultation). Þá var einnig til umræðu heildstæð úttekt sjóðsins á íslenska fjármálakerfinu (e. Financial Sector Assessment Program (FSAP)). Sú úttekt er valkvæð í tilviki Íslands en skyldubundin fyrir lönd með kerfislega mikilvæg fjármálakerfi á alþjóðavísu.

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins átti fundi með íslenskum stjórnvöldum og ýmsum hagaðilum nú í vor vegna fjórðu greinar stofnsáttmálans. Þá átti FSAP-sendinefnd sjóðsins fundi með stjórnvöldum og hagaðilum undir lok árs 2022 og aftur í mars 2023 vegna úttektar á fjármálakerfinu. Úttektin stóð yfir meginhluta vetrarins og fól m.a. í sér ýmsar gagnabeiðnir og svörun spurningalista. Tilgangur úttektarinnar var að kanna viðnámsþrótt fjármálakerfisins, gæði reglusetningar og eftirlits og burði landsins til að takast á við fjármálaáföll. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn skilaði 150 ábendingum í tæknilegum skýrslum sínum sem ýmist er beint til Seðlabankans, ráðuneyta og/eða hvort tveggja.

Skýrslur AGS: 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta