Hoppa yfir valmynd
17. janúar 2018 Utanríkisráðuneytið

Þrjár milljónir barna hafa fæðst í Jemen síðan stríðið braust út

Staða barna í Jemen er skelfileg. Eftir meira en 1000 daga af linnulausum átökum er Jemen talið einn af verstu stöðum á jörðinni til að vera barn. Á tíu mínútna fresti deyr barn í Jemen af orsökum sem hægt væri að fyrirbyggja, m.a úr vannæringu, kóleru og niðurgangspestum. Meira en 11 milljónir barna í Jemen þurfa á lífsnauðsynlegri hjálp að halda. Það er nánast hvert einasta barn í landinu!

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, Born into War sem gefin var út í dag.

Borgarastyrjöld hefur geisað í Jemen síðan 2015. Ofbeldið bitnar hvað verst á börnunum. Milljónir hafa flúið landið eða eru á vergangi innan Jemen. Landið var fyrir eitt af fátækustu ríkjum heims og alvarleg bráðavannæring var mjög útbreidd meðal ungra barna áður en átökin brutust út.

Stríð gegn börnum

Stríðið í Jemen er því miður stríð gegn börnum. Eftir átök síðustu ára eru innviðir landsins í rúst. Heilbrigðiskerfið er hrunið. Nærri 5.000 börn hafa verið drepin eða slasast alvarlega síðastliðin tvö og hálft ár. Þúsundir skóla og heilsugæslustöðva hafa verið skemmd eða gjöreyðilögð. Rúmlega átta milljónir manns þarfnast mataraðstoðar og tæpar tvær milljónir barna þjást af vannæringu. 

Það hefur verið erfitt fyrir hjálparstofnanir að koma hjálpargögnum til barna sem þurfa á að halda. Hafnir og flugvellir hafa verið lokaðir og linnulaus átök valdið því að erfitt er að flytja hjálpargögn á vettvang. 

Nánar á vef UNICEF

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta