Hoppa yfir valmynd
1. október 2013 Innviðaráðuneytið

Úttekt á opinberum vefjum hafin í fimmta sinn

Nú stendur yfir úttekt á um 270 opinberum vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga. Slík úttekt hefur verið gerð á tveggja ára fresti frá 2005 og er hún mikilvægt tæki til að fylgjast með þróun opinberra vefja með tilliti til innihalds þeirra, nytsemi, aðgengis fyrir blinda og sjónskerta, þjónustu og möguleika almennings til lýðræðislegrar þátttöku á vefjum.

Að úttektinni standa innanríkisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Samið var við fyrirtækið Sjá ehf. um að annast úttektina.

Árið 2011 voru í fyrsta skipti veittar viðurkenningar fyrir besta ríkisvefinn og besta sveitarfélagavefinn þegar niðurstöður könnunarinnar voru birtar. Ákveðið hefur verið að veita einnig slíkar viðurkenningar í tengslum við könnunina í ár.

Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á Degi upplýsingatækninnar 28. nóvember næstkomandi og verða þá einnig veittar viðurkenningar fyrir bestu vefina.

Sjá nánari upplýsingar um könnunina 2013 og fyrri kannanir:

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta