Hoppa yfir valmynd
14. ágúst 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Heildarútgjöld ríkissjóðs innan fjárheimilda á fyrri hluta ársins

Heildarútgjöld ríkissjóðs á fyrstu sex mánuðum ársins voru innan fjárheimilda að því er fram kemur í ársfjórðungsuppgjöri sem sýnir stöðu fjármála innan ársins hjá einstökum ríkisaðilum í A-hluta ríkissjóðs með hliðsjón af veittum fjárheimildum. Meirihluti fjárlagaliða er innan fjárheimilda á fyrstu sex mánuðum ársins.

Heildarútgjöldin námu 319,7 ma.kr. á tímabilinu og voru innan fjárheimilda sem nemur 104 m.kr. Þegar tekið er tillit til fjárheimildastöðu fyrra árs er afgangur upp á 2,8 ma.kr. Samtals eru 233 fjárlagaliðir með útgjöld innan heimilda ársins, sem nemur 9,8 ma.kr. og bætist við rúmlega 3 ma.kr. afgang frá fyrra ári. 123 fjárlagaliðir eru með útgjöld umfram fjárheimildir ársins en hjá meirihluta þeirra er hallinn innan við 10 m.kr. eða samtals 233 m.kr. Gert er ráð fyrir að flestir þessara liða verði innan heimilda í árslok. Stærstur hluti umframútgjalda skýrist af fáum liðum en af 15 stærstu umframútgjaldaliðum fara 3 liðir 4,7 ma.kr. fram úr fjárheimildum.
Ráðuneyti bera hvert um sig ábyrgð á því að dreifing fjárheimilda innan ársins sé sem næst áætlaðri dreifingu raunútgjalda og er lögð áhersla á að ráðuneyti yfirfari vandlega dreifingu fjárheimilda innan ársins á þeim liðum sem undir þau heyra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta