Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2019

Árni Þór Sigurðsson sendiherra afhenti Þjóðskjalasafni Finnlands heildarútgáfu Íslendingasagnanna

Árni Þór Sigurðsson sendiherra afhenti nýlega Þjóðskjalasafni Finnlands (Kansallisarkisto) heildarútgáfu Íslendingasagnanna í sænskri þýðingu. Jussi Nuorteva þjóðskjalavörður veitti gjöfinni viðtöku. 
Þegar Forseti Íslands var í opinberri heimsókn í Finnlandi á síðasta ári var ákveðið að gefa Finnum 50 eintök af þessari nýju sænsku útgáfu Íslendingasagnanna og er gjöfin til Þjóðskjalasafnsins hluti þeirrar gjafar.
Við sama tækifæri afhenti sendiherra Þjóðskjalasafninu eintak af bók Borgþórs Kjærnesteds (Borgthor Kjærnested) "Milli steins og sleggju - saga Finnlands" sem kom út fyrir rúmu ári síðan.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta