Hoppa yfir valmynd
15. febrúar 2020

Fjölbreytt málefnasamstarf Norðurlanda í Japan

Á mynd (frá vinstri): Inga M. W. Nyhamar sendiherra Noregs, Peter Taksøe-Jensen sendiherra Danmerkur, Keisuke Suzuki, Elín Flygenring sendiherra Íslands, Pekka Orpana sendiherra Finnlands og Pereric Högberg sendiherra Svíþjóðar. - mynd

Sendiherrar Norðurlanda í Japan hittust á dögunum í sendiráði Íslands í Tókýó á reglulegum samráðsfundi. Samráð sendiherranna er mikilvægur hluti af fjölbreyttu málefnasamstarfi Norðurlandanna í Japan.

Að þessu sinni var sérstakur gestur fundarins Keisuke Suzuki, aðstoðarutanríkisráðherra og meðlimur sérstakrar samstarfsnefndar Íslands á japanska þjóðþinginu. Suzuki er einn yngsti ráðherrann í ríkisstjórn Abe forsætisráðherra (og þykir upprennandi). Áður hefur Suzuki verið aðstoðarsamgöngu- og fjármálaráðherra auk þess sem hann gegndi starfi skrifstofustjóra alþjóðaskrifstofu ríkisstjórnarflokksins LDP.

Á fundinum voru ítrekuð sterk tengsl Norðurlandanna við Japan og þau fjölmörgu samstarfsverkefni sem framundan eru í samstarfi landanna. Japan hefur um áratugaskeið verið helsti útflutningsmarkaður Norðurlanda í Asíu, og mikilvægur bandamaður á alþjóðavettvangi. Sýndi Suzuki norðurslóðamálefnum sérstakan áhuga á fundinum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta