Hoppa yfir valmynd
29. júní 2020

Heill heimur í Sameinuðu þjóðunum í Genf

Frá opnun sýningarinnar í Sameinuðu þjóðunum í Genf - mynd

Sameinuðu þjóðirnar hafa í samstarfi D10 Art Space sett upp einstaka sýningu listaverka í eign Sameinuðu þjóðanna í Genf en það er í fyrsta skipti sem listaverk sem eru til sýnis í Sameinuðu þjóðanna í Genf eru sýnd opinberlega á þennan hátt.

Sýningin ber yfirskriftina Tout un Monde eða Heill heimur og er ætlað að vekja athygli á framlagi listar til alþjóðastarfs og þess mikla safns listaverka sem hafa verið gefið Sameinuðu þjóðunum í Genf frá því að Þjóðabandalagið hóf fyrst störf í Genf árið 1919.

Skrifstofa Sameinuðu þjóðanna í Genf hefur fengið að gjöf um 2.000 listaverk frá þessum tíma, sem eru ýmist gjafir frá aðildarríkjum eða listafólkinu sjálfu. Aðeins 60 verk voru hins vegar valin, þar af 13 gjafir frá aðildarríkjum, til að sýna á sérstakri sýningu í galleríi í miðborg Genfar.

Verk íslensku listakonunnar Gerðar Helgudóttur, Óþekkti pólitíski fanginn, er eitt lykilverka sýningarinnar en það er járn skúlptúr sem sýnir einstakling bundinn við járnbúr. Verkið sendir sterk skilaboð til heimsins um mikilvægi samstöðu með þeim sem berjast fyrir réttindum okkar og var vegna þess gjöf Íslands til Sameinuðu þjóðanna 19 nóvember 1996 í tilefni 50 ára aðildar Íslands að Sameinuðu þjóðunum.

Verkið á því miður jafn mikið við í dag eins og það gerði fyrir hartnær sjötíu árum en þeir sem berjast fyrir mannréttindum, trúfrelsi eða öðrum sjálfsögðum réttindum einstaklinga eiga enn á hættu að verða fyrir ofsóknum, fangelsaðir fyrir engar eða litlar sakir eða jafnvel að vera teknir af lífi. Verkið minnir okkur á fórn þessara einstaklinga og að gleyma þeim ekki.

Fastanefndir Íslands, Þýskalands, Ítalíu, Kazakhstan og Rússlands styðja sýninguna en Harald Aspelund sendiherra Íslands í Genf fékk tækifæri til að fjalla um verkið í myndbandsupptöku sem er hluti af starfrænni útgáfu af sýningunni og má sjá kynningu Haralds hér.

Harald vakti m.a. athygli á því að pólitísk skilaboð verksins ættu alls ekki síður við í dag en fyrir hálfri öld. Nú á tímum séu dæmi um að fólk sé handtekið fyrir það eitt að setja myndband af sér á samfélagsmiðla við þá saklausu athöfn að aka bíl, eða upplýsa um dráp stjórnvalda á þegnum sínum án dóms og laga.

Sýninguna sjálfa má skoða á netinu en vegna COVID-19 þá er nú boðið upp á að skoða sýninguna í heild rafrænt. Fyrir áhugasama þá má skoða sýninguna hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta