Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Með vísan til 65. gr. búvörulaga nr. 99/1993, með síðari breytingum og til reglugerðar um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum, trjám o.fl. nr. 1294/2021, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir eftirfarandi innflutningsmagn blóma sem sótt skal um í stykkjatölu fyrir tímabilið 1. janúar - 30. júní 2022.
Vara |
Tímabil |
Vörumagn |
Verðtollur |
Magntollur |
|
Tollskrárnr.: |
stk. |
% |
kr./stk. |
||
Blómstrandi plöntur með knúppum eða blómum, þó ekki kaktusar: |
|||||
0602.9081-.9083 og 0602.9088 |
Blómstrandi plöntur með knúppum eða blómum, þó ekki kaktusar |
01.01.-30.06.22 |
2.200 |
30 |
0 |
Aðrar: |
|||||
0602.9093 |
Pottaplöntur til og með 1 metri á hæð, þó ekki kaktusar og þykkblöðungar og plöntur af ættkvíslinni Bromilea og plönturnar Erica Gracilis og Calluna |
01.01.-30.06.22 |
3.000 |
30 |
0 |
Lifandi: |
|||||
0603.1100 |
Rósir |
01.01.-30.06.22 |
2.000 |
30 |
0 |
0603.1400 |
Tryggðablóm (Chrysanthemums) |
01.01.-30.06.22 |
9.000 |
30 |
0 |
0603.1906-1908, 0603.1911-1918 og 0603.1999 |
Afskorin blóm og blómknappar sem notað er í vendi eða til skrauts, lifandi, þurrkað, litað, bleikt, gegndreypt eða unnið á annan hátt, þ.m.t. geislafíflar, sólliljur, fétoppar, silkivendir, ilmskúfar, ljónsmunnar, gullhrís, silfurstjörnur, brúðarslör, flamingoblóm og túlípanar. |
01.01.-30.06.22 |
166.250 |
30 |
0 |
Berist umsóknir um meira magn innflutnings en auglýstum tollkvóta nemur, hverju sinni, skal leita tilboða í tollkvóta vegna viðkomandi vöruliðar. Úthlutun er ekki framseljanleg.
Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hætti á vefkerfinu tollkvoti.is. Nýskráning notenda í vefkerfið fer fram hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Ef óskað er eftir nýskráningu notenda skal hafa samband við ráðuneytið í síma 545-9700 eða á [email protected]. Sjá eftirfarandi ítarefni vegna úthlutunar tollkvóta:
Vefkerfi fyrir úthlutun tollkvóta landbúnaðarvara
Opnað verður fyrir umsóknir á tollkvoti.is; mánudaginn 22. nóvember 2021 og skulu umsóknir berast fyrir kl. 23.59, mánudaginn 29. nóvember 2021.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 22. nóvember 2021.