Hoppa yfir valmynd
22. júlí 2014 Innviðaráðuneytið

Matsnefnd hefur skilað tillögum til innanríkisráðherra

Alls bárust 24 umsóknir um embætti forstjóra Samgöngustofu. Tveir hafa dregið umsóknina til baka. Nýr forstjóri verður skipaður fyrir 5. ágúst.

Matsnefnd sem innanríkisráðherra skipaði til að meta hæfni umsækjenda um embætti forstjóra Samgöngustofu hefur skilað ráðherra niðurstöðu sinni.

Alls bárust 24 umsóknir um embætti forstjóra Samgöngustofu sem auglýst var laust til umsóknar þann 6. júní síðastliðinn. Tveir umsækjenda drógu umsóknir sínar til baka, þeir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri og Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Umsóknarfrestur var til 22. júní og sem fyrr segir hefur matsnefnd nú farið yfir umsóknir og lagt tillögur sínar fyrir ráðherra.

Gert er ráð fyrir að nýr forstjóri verði skipaður eigi síðar en 5. ágúst næstkomandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta