Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Samstarfshópur um velferð á Suðurnesjum

Stofnaður hefur verið samstarfshópur um velferð á Suðurnesjum og ráðinn verkefnisstjóri til að vinna að framkvæmd ákvarðana hópsins. Markmiðið er að efla samstarf sveitarfélaganna á sviði velferðarmála og auka samvinnu við ríkisstofnanir og félagasamtök til að styrkja stöðu svæðisins.

Ákvörðun um stofnun samstarfshópsins og ráðningu verkefnisstjóra var kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar sem haldinn var á Suðurnesjum 11. nóvember í fyrra, en nokkru áður höfðu heimamenn óskað eftir því að þetta yrði gert á fundi velferðarvaktarinnar með Suðurnesjamönnum. Hópurinn starfar á vegum velferðarvaktarinnar og er Ingibjörg Broddadóttir, fulltrúi velferðarvaktarinnar og velferðarráðuneytisins, formaður hans.

Verkefnisstjóri er Lovísa Lilliendahl.

Fulltrúar í samstarfshópnum eru:

  • Ingibjörg Broddadóttir, fulltrúi velferðarvaktarinnar og velferðarráðuneytis, formaður,
  • Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri, Reykjanesbær,
  • Nökkvi Már Jónsson, félagsmálastjóri, Grindavík,
  • Kristín Þyrí Þorsteinsdóttir, félagsmálastjóri, Sandgerði, Garður, Vogar,
  • Linda Ásgrímsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, Vinnumálastofnun,
  • Ingvar Georgsson, RKÍ Suðurnesjadeild,
  • Þórólfur Halldórsson, sýslumaður, sýslumaðurinn í Keflavík,
  • Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur, Útskálaprestakalli,
  • Guðbrandur Einarsson, formaður, Verslunarmannafélag Suðurnesja,
  • Guðrún Sigurðardóttir, verkefnisstjóri, Umboðsmaður skuldara,
  • Sara Dögg Gylfadóttir, félagsráðgjafi, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja,
  • Einar Jón Ólafsson, hagfræðingur, fulltrúi velferðarráðuneytis í velferðarvaktinni,
  • Kristján Ásmundsson, skólameistari, Fjölbrautaskóli Suðurnesja,
  • Egill Heiðar Gíslason, Íbúðalánasjóður,
  • Lovísa Lilliendahl, verkefnisstjóri.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta