Hoppa yfir valmynd
5. maí 2014 Utanríkisráðuneytið

Samráðsfundur með Kanada

Fríverslunarsamningur EFTA og Kanada, viðskipti og fjárfestingar voru til umræðu á fundi sem fram fór í Reykjavík í dag. Tilgangur fundarins var að ræða viðskipti EFTA og Kanada í víðu samhengi og fra
Martin og Bruce Christie, varafastafulltrúi Kanada gagnvart WTO

Fríverslunarsamningur EFTA og Kanada, viðskipti og fjárfestingar voru til umræðu á fundi sem fram fór í Reykjavík í dag. Tilgangur fundarins var að ræða viðskipti EFTA og Kanada í víðu samhengi og framkvæmd fríverslunarsamningsins. Þá var rætt hvort ástæða væri til að hefja á næstunni viðræður að því að endurskoða og víkka út samninginn svo hann taki einnig til þjónustuviðskipta, opinberra innkaupa og hugverkaverndar auk fleiri þátta. Fastafulltrúi Íslands gagnvart EFTA, Martin Eyjólfsson, sendiherra, leiðir viðræðurnar fyrir hönd EFTA ríkjanna. 

Fundum verður framhaldið á morgun og taka um fjörtíu sérfræðingar frá EFTA ríkjunum fjórum og Kanada þátt í þeim. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta