Ársskýrsla ríkisfyrirtækja fyrir árið 2023 birt
Ársskýrsla ríkisfyrirtækja fyrir árið 2023 hefur verið birt. Í skýrslunni er að finna upplýsingar um starfsemi fyrirtækjanna, árangur og afkomu sem og skipun stjórna.
Íslenska ríkið á alfarið eða ráðandi eignarhluti í 44 félögum með mismunandi starfsemi og markmið. Þá á ríkið minni hluta í ýmsum félögum. Ríkisfélögin eru að langmestu leyti hlutafélög, opinber hlutafélög og einkahlutafélög, en einnig stofnanir eða sjóðir með ákveðið þjónustuhlutverk. Árið 2023 námu heildareignir ríkisfyrirtækja um 4.646 ma.kr. og eigið fé samtals um 1.113 ma.kr.
Í ársskýrslunni nálgast ýmislegt efni á gagnvirkan hátt.
Ársskýrsla ríkisfyrirtækja fyrir árið 2023