Frumvarp um almennt eftirlit með hollustuháttum og mengunarvörnum og um menntun og hæfni
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, sem sett hafa verið til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda.
Frumvarpinu er ætlað að styrkja heimildir ráðherra til að kveða í reglugerð á um lágmarkskröfur um menntun, þjálfun og námskeið fyrir þá sem þurfa að hafa þekkingu og hæfni á sviði sóttvarna, skyndihjálpar og öryggis og þau próf sem viðkomandi skal standast til að sýna fram á þekkingu þannig að hægt sé að tryggja öryggi almennings á sviði hollustuhátta.
Um er að ræða þá sem vinna á stöðum þar sem börn dvelja, þá sem starfa í íþróttamannvirkjum eða sinna laugargæslu, sundkennslu eða sundþjálfun og þá sem starfa við húðflúrun og húðgötun.
Með frumvarpinu er m.a. skýrð nánar eftirlitsskylda stjórnvalda og umfang þess eftirlits með starfsemi og athöfnum sem valdið geta mengun eða ógnað hollustuháttum þrátt fyrir að viðkomandi starfsemi eða athafnir séu ekki háðar starfsleyfi eða skráningarskyldu. Einnig er frumvarpinu ætlað að skýra frekar í hvaða tilvikum Umhverfisstofnun er leyfisveitandi og eftirlitsaðili með starfsemi sem lítur að endurnýtingu úrgangs og í hvaða tilvikum heilbrigðisnefndir hafa það hlutverk.
Frumvarpinu er ætlað ná fram þeim markmiðum laganna að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda markmið um heilnæmt og ómengað umhverfi.
Óskað er eftir að athugasemdir við frumvarpsdrögin berist eigi síðar en 13. október nk.