Hoppa yfir valmynd
22. janúar 2007 Innviðaráðuneytið

Fundur um ferðir, búsetu og samgöngukerfi

Samgönguráð og samgönguráðuneytið efna á næstunni til fundaraðar um samgöngumál. Sá fyrsti fer fram fimmtudaginn 25. janúar á Grand hóteli í Reykjavík og stendur milli kl. 15 og 17. Fundarefnið er: Ferðir, búseta og samgöngukerfi.

Á dagskrá fyrsta fundarins eru þrjú erindi: Bjarni Reynarsson hjá Land-ráði sf. kynnir niðurstöður rannsókna sinna á áhrifasviði höfuðborgarsvæðisins og helstu þéttbýlisstaða; Vífill Karlsson, dósent við Háskólann á Bifröst, ræðir áhrif umbóta á samgöngukerfinu á byggð og þriðji fyrirlesari er Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, sem fjallar um breytingar á umferð og búsetu árin 2000 til 2005.

Fundurinn er opinn öllum og aðgangur ókeypis. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig á netfangið [email protected] eigi síðar en kl. 12 fimmtudaginn 25. janúar.

Í samgönguráði sitja flugmálastjóri, siglingastjóri og vegamálastjóri auk formanns ráðsins, sem er Ingimundur Sigurpálsson. Á næstu fundum, sem eru ráðgerðir í febrúar, mars, apríl og maí, er ráðgert að fjalla um öryggi vega, fjármögnun samgöngumannvirkja og umhverfislega sjálfbærar samgöngur.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta