Utanríkisráðherra ræðir framkvæmd EES samnings, makríl og Palestínu
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sótti á mánudag fund EES-ráðsins í Brussel með öðrum utanríkisráðherrum EFTA/EES-ríkjanna og fulltrúum framkvæmdastjórnar ESB.
Meginefni fundarins var yfirferð um stöðu og framkvæmd EES-samningsins. Af Íslands hálfu lýsti utanríksráðherra þeirri afstöðu, að æ fleiri mál sem taka þyrfi upp í samninginn sköpuðu stjórnarskrárbundin vandamál fyrir Ísland, þar sem í þeim fælist framsal valds umfram það sem stjórnarskráin heimilaði. Gæti þeitta leitt til vandkvæða varðandi fulla þátttöku Íslands í samningnum í framtíðinni að óbreyttri stjórnarskrá.
Hreinskiptar umræður urðu stöðu makrílmálsins. Utanríkisráðherra lýsti þeirri skoðun Íslands að þar sem EES samningurinn tæki ekki yfir fiskveiðar teldi hann ekki rétt að fjalla um málið á þessum vettvangi. Hann lagðist gegn því að ályktað yrði um málið. Hann harmaði jafnframt að ESB og Noregur hefðu ekki treyst sér til að fallast á tillögu Íslands um að þar sem ekki hefði tekist að leysa makríldeiluna skæru allir málsaðilar niður veiðar sínar í hlutfalli við niðurstöðu Alþjóðahafrannsóknarráðsins um nauðsynlega minnkun veiða úr stofninum.
Á sérstökum fundi um stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs ítrekaði utanríkisráðherra að Ísland myndi nk. fimmtudag styðja tillögu forseta Palestínu um auka aðild landsins að Sameinuðu þjóðunum.
Niðurstöður EES-ráðsins (á ensku)