Hoppa yfir valmynd
17. mars 2018 Utanríkisráðuneytið

Áhrif skuggastjórnenda á afrísk stríðsátök og endurreisn samfélaga

Í kjölfar stríðsátaka í Afríku leggur alþjóðasamfélagið fram áætlanir um endurreisn samfélagsins og gerir kröfur um stuðning stjórnvalda við þær. Afrísk efnahagskerfi og stjórnkerfi eru þó gjarnan óformleg og einstaklingar, þar á meðal svokallaðir Big Men, nýta sér oft áhrif sín til að ná sínu fram innan stjórnkerfisins, sér og sínum til framdráttar.

Á opnum fundi á vegum Höfða friðarseturs og Afríku 20:20 á mánudaginn, 19. mars kl. 16-17, mun Mats Utas fjalla um áhrif skuggastjórnenda og tengslanets þeirra á uppbyggingu og stjórnun ríkja á tímum stríðsátaka og enduruppbyggingar. Mats mun í erindi sínu koma með dæmi úr sínum eigin rannsóknum í Líberíu og Síerra Leóne en einnig frá Malí, Nígeríu og Sómalíu.

Mats Utas er dósent í menningarlegri mannfræði við Háskólann í Uppsala. Utas hefur skrifað fjölda bóka og greina um átök, aðallega í Vestur-Afríku. Utas hefur stundað rannsóknir í Líberíu, Síerra Leóne, á Fílabeinsströndinni og í Sómalíu.

Fundarstjóri: Geir Gunnlaugsson, formaður Afríku 20:20 og prófessor í hnattrænni heilsu.

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum. Hann er haldinn í stofu VHV-008 í Veröld – húsi Vigdísar, Háskóla Íslands.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta