Áhrif skuggastjórnenda á afrísk stríðsátök og endurreisn samfélaga
Á opnum fundi á vegum Höfða friðarseturs og Afríku 20:20 á mánudaginn, 19. mars kl. 16-17, mun Mats Utas fjalla um áhrif skuggastjórnenda og tengslanets þeirra á uppbyggingu og stjórnun ríkja á tímum stríðsátaka og enduruppbyggingar. Mats mun í erindi sínu koma með dæmi úr sínum eigin rannsóknum í Líberíu og Síerra Leóne en einnig frá Malí, Nígeríu og Sómalíu.
Mats Utas er dósent í menningarlegri mannfræði við Háskólann í Uppsala. Utas hefur skrifað fjölda bóka og greina um átök, aðallega í Vestur-Afríku. Utas hefur stundað rannsóknir í Líberíu, Síerra Leóne, á Fílabeinsströndinni og í Sómalíu.
Fundarstjóri: Geir Gunnlaugsson, formaður Afríku 20:20 og prófessor í hnattrænni heilsu.
Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum. Hann er haldinn í stofu VHV-008 í Veröld – húsi Vigdísar, Háskóla Íslands.