Hoppa yfir valmynd
10. apríl 2018 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Upplýsingatækniverðlaunin árið 2018

Tölvunarfræðideildir Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík hlutu á dögunum Upplýsingatækniverðlaunin 2018. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á 50 ára afmælishátíð Skýrslutæknifélags Íslands (Ský). Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi og hefur félagið afhent þau sl. átta ár.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti afhenti Kristjáni Jónassyni fulltrúa Háskóla Íslands og Gísla Hjálmtýssyni fulltrúa Háskólans í Reykjavík verðlaunin og sagði að því tilefni að öflug tæknimenntun væri einn mikilvægasti grundvöllur framfara á okkar tímum:

„Það má hiklaust segja að tölvunarfræðideildirnar hafa lagt sitt af mörkum til samfélagsins með því mikla og góða starfi sem þar fer fram, en um 2.500 nemendur hafa lokið grunnnámi í faginu síðan kennsla hófst. Sú umframeftirspurn sem er eftir fólki með gráðu í tölvunarfræði sýnir svart á hvítu þá miklu þörf sem atvinnulífið hefur fyrir tæknimenntað fólk enda spilar það algjört lykilhlutverk í fjórðu iðnbyltingunni.“



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta