Hoppa yfir valmynd
8. mars 2018 Forsætisráðuneytið

Kolbrún Halldórsdóttir tekur að sér verkefnisstjórn í tengslum við hátíðarhöld 100 ára fullveldisafmæli Íslands.

Kolbrún Halldórsdóttir - mynd
Samið hefur verið við Kolbrúnu Halldórsdóttur um að taka að sér verkefnisstjórn fyrir forsætisráðuneytið í tengslum við hátíðarhöld 1. desember 2018, í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands.

Kolbrún Halldórsdóttir á að baki fjölbreytt störf á vettvangi sviðslista og stjórnmála, auk þess sem hún hefur gegnt embætti forseta Bandalags íslenskra listamanna sl. átta ár. Hún brautskráðist frá Leiklistarskóla Íslands 1978 og hefur síðan lokið viðbótardiplómanámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.

Lengst af starfaði Kolbrún sem leikstjóri og sett á svið fjölda leiksýninga, m.a. fyrir Þjóðleikhúsið og Íslensku óperuna. Kolbrún var kjörin á þing fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð árið 1999 og átti sæti á Alþingi til ársins 2009. Þar sat hún í mennta- og menningarmálanefnd, umhverfisnefnd og allsherjarnefnd. Hún var umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrri hluta árs 2009.

Kolbrún mun vinna að verkefninu á grundvelli verksamnings við forsætisráðuneytið út fullveldisárið 2018.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta