Hoppa yfir valmynd
22. janúar 2021 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Styrkir úr þróunarsjóði innflytjendamála 45 milljónir og hafa aldrei verið hærri – opið fyrir umsóknir til 1. feb

Ákveðið hefur verið að hækka verulega framlög til þróunarsjóðinn innflytjendamála á þessi ári og verður úthlutað 45 m.kr. úr sjóðnum í ár. Opið er fyrir umsóknir um styrki úr sjóðnum til 1. febrúar.

Þriðja árið í röð er sú upphæð sem sjóðurinn veitir í styrki 25 milljónir króna og er sérstök áhersla lögð á verkefni tengd börnum og ungmennum, atvinnu og virkniúrræðum ásamt rannsóknar- og þróunarverkefnum sem tengjast áhrifum Covid-19 heimsfaraldursins á innflytjendur á Íslandi. Þá fær sjóðurinn 20 milljón króna viðbótarfjármagn sem eyrnamerkt er verkefnum fyrir ungmenni af erlendum uppruna á aldrinum 16-19 ára og eru hvorki í námi né vinnu.

Smelltu hér til að sækja um ef þú ert með spennandi verkefni á sviði innflytjendamála. Undir flipanum Eyðublöð eru eyðublöð flokkuð eftir ráðuneytum og stofnunum. Undir félagsmálaráðuneytinu er umsóknareyðublaðið Þróunarsjóður innflytjendamála 2020-2021.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta