Krossar reistir við Kögunarhól
Sex krossar voru í dag reistir við Kögunarhól til viðbótar við þá 52 sem þar voru settir upp í fyrra til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðarslysum á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss undanfarin ár.
Samstaða um slysalaust Ísland, sem eru regnhlífarsamtök áhugahópa um slysavörnum í umferðinni og samtökin Vinir Hellisheiðar heiðruðu við það tækifæri lögreglu, sjúkraflutningamenn, starfsfólk á bráðamóttöku Landspítalans og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar fyrir störf sín og Kristján L. Möller samgönguráðherra fyrir þátt hans í því að ráðist verður í tvöföldun Suðurlandsvegar. Sagði ráðherra við það tækifæri að unnið væri að undirbúningi tvöföldunar vegarins af fullum krafti.
Sex nýir krossar voru reistir við Kögunarhól í dag til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðarslysum. | |||